24 júní 2007

Góð helgi á enda runnin... nú styttist í að maður taki sér eitthvað sumarfrí. Kominn tími til. Samt nóg að gera í vinnunni, ekki vantar það.
Evrópuleikurinn fór illa í gær, Valsmenn töpuðu fyrir írsku slagsmálahundunum. Það skemmtilega á vellinum voru stuðningsmenn Íranna, ekki hægt annað en hafa gaman af þeim. Hér kemur hugmynd: Íslensk íþróttafélög senda stuðningsmenn sína á námskeið hjá svona alvöru stuðningsmönnum. Þeir gætu tekið lög frá þeim og þýtt og staðfært, kannski fengju þeir svo sínar eigin hugmyndir með tímanum. Við verðum endilega að reyna að þróa okkur í að styðja okkar menn, við erum alveg eins og aular í stúkunni.

I bid u good night.

19 júní 2007




Loksins! Mér tókst að komast inn í þetta blogg mitt, það hefur væntanlega ekki dulist glöggum lesendum mínum að ekki hefur verið mikið líf þar. Nú verður gerð bót á því, alla vega í dag, lofa ekki meiru.
Veðrið í dag er algjör snilld, það gerist ekki mikið betra hér á okkar fagra landi. Ég sit hér í mínum litla (skrúð)garði lítt klædd og nýt sólarinnar, hlusta á yndislega tónlist og hundurinn dormar undir tré. Life is good.
Ég ætla að veðja á Daníelinn í kvöld, hann kemur inn í seinni hálfleik og gerir út um skagabullurnar eins og forðum daga með Víkingum úr Fossvogi. Hver er með í því? Fæ ég amen við því???
Nú held ég að mál sé að halda áfram garðyrkjunni, grasið slær sig ekki sjálft... :)