Ég er á DC námskeiði, langt og mikið námskeið, endalaus ræðuhöld og læti. Þegar ég segi læti, þá meina ég læti. Maður er látinn öskra sig hásan hvað þá annað, ekki hef ég grun um hvað ég á að græða á því. Auðvitað lærir maður alltaf eitthvað á námskeiðum, skárra væri það. Ég hef t.d. kynnst fólki sem ég hef haft samskipti við í vinnu án þess að þekkja neitt. Svo er það kennslubókin. Hún er full af furðulegum nýyrðum, mjög hrá þýðing úr amerísku. Hvað þýðir t.d. orðið dagþétt? Hefur einhver heyrt það orð? Lifðu í dagþéttri veröld... útleggst lifðu í núinu. Og bókin er ekki bara full af nýyrðum heldur prentvillum líka, ekki smart. Nóg um það...
Egilshöll í kvöld! Valur - FH kl 19.
Kannski strákurinn sýni einhverja takta? :)
Egilshöll í kvöld! Valur - FH kl 19.
Kannski strákurinn sýni einhverja takta? :)