Sumarið hálfnað.
Nú er lag að slá inn nokkrar línur þar sem ég flatmaga í stofusófanum á þriðjudagskvöldi og nenni ekki að hreyfa mig. Ítalir orðnir heimsmeistarar í fótbolta. Zidan ákvað að enda ferilinn aðeins fyrr en til stóð, auðvitað hefði verið voða smart að sleppa því að stanga Ítalann í brjóstið, eða er það? Er ekki alltaf best að hlutirnir hafi sinn gang, maðurinn misbauð honum á einhvern máta, hann reiddist og missti sjálfsstjórnina eitt augnablik. Hvað með það? Milljarður manna að fylgjast með leiknum, allra augu á Zidan, allir gera kröfur til hans. Væri ekki skrítnara að ekkert færi úrskeiðis undir annarri eins pressu? Ég veit það ekki, bara segi svona...
Ég fór að horfa á hundleiðinlegan leik í árbæjarhverfi gærkvöldi. Heimamenn tóku á móti víkingum frá fossvogi. Ég get alveg skilið að leikir séu misskemmtilegir, menn eigi misjafna daga og allt það. Það er bara eitt sem ég skil ekki: Af hverju myndi einhver æða með heilt fótboltalið í leik og segja því að spila varkáran leik og reyna að ná jafntefli? Hvers lags endemis rugl er það? Örugglega finnst sumum þetta heilmikil skynsemi, en ég get ekki skilið þetta. Málið er ekki flókið í mínum huga, til að vinna leik þurfa menn í fyrsta lagi að vera ákveðnir í að gera allt sem þeir geta til að vinna. Það þarf ekki að vera að það takist alltaf, en það tekst varla ef menn leggja sig ekki fullkomlega í það. Menn verða að þekkja andstæðinginn, finna út hvar er helst að finna á honum veikleika, hvernig er best að verjast sóknum hans og skipuleggja orrustuna í samræmi við það. Svo eiga menn bara að vaða í hann! Vinna leikinn, halló!? Heyri ég amen?
Soldið pirruð kannski... :) Heyrumst.
Ég fór að horfa á hundleiðinlegan leik í árbæjarhverfi gærkvöldi. Heimamenn tóku á móti víkingum frá fossvogi. Ég get alveg skilið að leikir séu misskemmtilegir, menn eigi misjafna daga og allt það. Það er bara eitt sem ég skil ekki: Af hverju myndi einhver æða með heilt fótboltalið í leik og segja því að spila varkáran leik og reyna að ná jafntefli? Hvers lags endemis rugl er það? Örugglega finnst sumum þetta heilmikil skynsemi, en ég get ekki skilið þetta. Málið er ekki flókið í mínum huga, til að vinna leik þurfa menn í fyrsta lagi að vera ákveðnir í að gera allt sem þeir geta til að vinna. Það þarf ekki að vera að það takist alltaf, en það tekst varla ef menn leggja sig ekki fullkomlega í það. Menn verða að þekkja andstæðinginn, finna út hvar er helst að finna á honum veikleika, hvernig er best að verjast sóknum hans og skipuleggja orrustuna í samræmi við það. Svo eiga menn bara að vaða í hann! Vinna leikinn, halló!? Heyri ég amen?
Soldið pirruð kannski... :) Heyrumst.