31 maí 2006

Reykjavíkurborg.

Óli F var heitur, Villi sveik hann í tryggðum, Bjössi kom og klobbað' ann... hvað er að gerast? Það eru allir orðnir snarruglaðir í þessari borg held ég.
Lífið er gott, það er nóg að gera og allt í goody. Stundum finnst manni eitthvað vanta, þá rifjar maður upp allt það góða sem maður hefur og nýtur. Klikkar ekki.
Man einhver eftir Tinu Charles? I love to love... Nú er verið að hlusta á Leoncie hér í næsta herbergi, verður þetta eitthvað skrítnara???

20 maí 2006

Sylvía Nótt fallisti, Björn Ingi Bélisti, Eyþór alkóhólisti, Vilhjálmur fúlisti, Sigmar húmoristi. Nú mega menn ráða í textann, þetta er samantekt á dægurmálum Íslands í anda hans sem er konungur stuttu svaranna... :) tekur því sko ekki að eyða fleiri orðum í þetta kjaftæði.
Hins vegar eru alltaf nokkrir snillingar á ferðinni, að þessu sinni eru það fjórir bloggarar, tveir í prentmiðli og tveir á netinu. Í prentmiðlinum eru það þeir Jón Gnarr í pistli sínum í Fréttablaðinu fimmtudaginn 18.maí http://www.visir.is/ExternalData/pdf/fbl/060518.pdf (bls 96) og Guðmundur Steingrímsson í sínum pistli í sama blaði í dag, 20.maí (ekki komið á visir.is þegar þetta er skrifað). Jón Gnarr skrifar um flugvallarþrasið sem stjórnmála- og fjölmiðlamenn virðast aldrei þreytast á. Hann bendir á það sem þeir virðast hreint ekki átta sig á, að það getur ekki á neinn hátt verið forgangsverkefni að færa þennan flugvöll í austur eða vestur. Við höfum bara engan veginn efni á því! Alveg sama hvað lopapeysuliðið sem kennir sig við 101 Rvk vælir og veinar.
Guðmundur bendir á blekkingarvef frjálshyggjumanna í kosningabaráttunni, kallar þá hægri bleika. Fer ekki bráðum að koma að því að þessi helmingur landsmanna sem heldur áfram að kjósa þessa vitleysinga sjái þetta?
Bloggsnillingarnir á netinu eru http://keepitghetto.wordpress.com/ og http://simonsegir.blogspot.com/, bloggin gerast ekki flottari... ég soldið hlutdræg kannski, but, hey?