Já það er fjör.... Það er ekki laust við að geðið hafi verið heldur dapurt í ársbyrjun, en, lof sé Guði, nú er þetta allt á uppleið. Nóg að sýsla bæði í vinnu og heima. Það er hreint með ólíkindum hvað getur rignt í þessu landi, hér lemur rigningin á glugganum hjá mér og það er alltaf jafn notalegt að sitja heima með kertaljósið og hlusta á veðrið. Ekki er síðra að fara í pollagallann og fá sér hressandi göngutúr í slíku veðri. Við fórum í okkar daglegu göngu í kvöld, ég og hundurinn, og þegar ég kom til baka fékk ég þau ummæli að ég væri eins og hverfisvillingurinn í þessari múnderingu. Hverfisvillingurinn? Þá kemur upp í huga minn að það var villingur í öllum hverfum sem ég hef búið í á ævinni, það er ekki spurning. En í minningunni var hins vegar aldrei rigning. Hvað er það? Eternal sunshine... Snjór og allt mögulegt, en aldrei rigning. Ég hef aldrei séð hverfisvilling í pollagalla.
06 janúar 2006
Links
- Previous Posts
- Fyrir fjórum mánuðum setti ég síðast inn færslu hé...
- Ég sé þegar ég er að kíkja hér á síðustu blogg sé ...
- Nú er orðið heldur langt síðan hér hefur birtst ný...
- Maui.
- Áramótadramablogg ;o)
- 07.07.07. var brúðkaupsdagurinn mikli um allan he...
- Góð helgi á enda runnin... nú styttist í að maður ...
- Loksins! Mér tókst að komast inn í þetta blogg mit...
- Ég er á DC námskeiði, langt og mikið námskeið, end...
- :(
Archives
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- janúar 2007
- mars 2007
- júní 2007
- júlí 2007
- desember 2007
- mars 2008
- ágúst 2008
- febrúar 2009
- júní 2009