Tætum og tryllum
Á að leyfa samkynhneigðum að gifta sig í kristnum kirkjum? Er enginn að fá leið á þessu endalausa japli og jamli um sömu hlutina? Ég trúi ekki´mínum eigin eyrum lengur þegar fjölmiðlaspjátrungarnir kalla á Gunnar frænda Þorsteinsson aftur og aftur og aftur og reyna að fá hann til að samþykkja að allar kynhneigðir manna séu jafn þóknanlegar Guði. Ég skil alls ekki af hverju menn geta ekki látið Gunnar og kirkjuna í friði með þetta mál. Það vill enginn heyra hvað hann hefur að segja, menn heyra ekkert sem hann segir í þessum umræðum, ég þori að veðja að enginn þeirra fjölmörgu sem hafa fengið hann í viðtal til sín gætu útskýrt hans málstað. Er það góð fréttamennska? Mér finnst það ekki. Þarna situr þetta, eflaust annars ágæta fólk, og nær alls ekki pointinu. Hættið að reyna að troða fætinum í skóinn, hann bara passar ekki.
P.s. Nú geta allir komið og hlustað á Gospelkór Rvíkur á Ingólfstorgi á morgun milli kl 15 og 16. Tætum og tryllum!!!
P.s. Nú geta allir komið og hlustað á Gospelkór Rvíkur á Ingólfstorgi á morgun milli kl 15 og 16. Tætum og tryllum!!!