Þessa dagana er það ædolið sem tröllríður öllu. Ég hef alla vega ánetjast því, mér finnst svo gaman að fylgjast með þessu. Sérstaklega því ameríska. Ædol me this: hvernig er eiginlega hægt að gubba upp þessum dómum í lok hvers lags? Hvers lags eiginlega.... :) Nei, í alvöru talað, ætti ekki bara að sleppa þessum dómurum þegar áhorfendur eiga að kjósa? Dómararnir reyna að stýra því hvaða söngvara fólk kýs, það er ekkert leyndarmál. Það klikkaði reyndar alveg í íslenska ædolinu síðasta föstudag, þau voru löngu búin að ákveða að sú sem datt út ætti að vinna keppnina en áhorfendur voru á öðru máli. Mér fannst góð hugmynd að koma með eina samsæriskenningu svona í lok þessa mánudags, bara hressandi, ekki satt?
Annars er ég eiginlega sammála þeim amerísku í kvöld, það er Chris sem rokkar! Ekki spurning. Og ég var ekkert svo óánægð með úrslit þess íslenska síðast heldur.
Annars er ég eiginlega sammála þeim amerísku í kvöld, það er Chris sem rokkar! Ekki spurning. Og ég var ekkert svo óánægð með úrslit þess íslenska síðast heldur.
2 Comments:
...hehe, einhver var illa sátt við að Nana lauk keppni. Man ekki alveg hver. Elliot, Taylor og Chris rústa Ameríska Idol-inu. No diggity!!
Ekki spurning!
Skrifa ummæli
<< Home