09 júlí 2007












07.07.07.

var brúðkaupsdagurinn mikli um allan heim. Símon minn og Vánían hans giftu sig þá og dagurinn var mjög gleðilegur og vel heppnaður í alla staði. Þau gerðu góða hluti í undirbúningnum, sáu um þetta mest allt sjálf og stóðu sig með stakri prýði. Nú eru þau í Borgarfirðinum að njóta hveitibrauðsdaganna, og njóta þess vonandi alla vikuna. Ekki er alla vega veðrið að spilla fyrir þeim.


Alltaf er nú jafn yndislegt að fara í frí, vakna þegar maður vill, eyða deginum bara eins og manni dettur í hug. Hreinasta unun. Svo verður örugglega bara gaman að koma í vinnuna aftur, ekki vantar sennilega verkefnin þegar að því kemur... Þetta sumar er annars bara búið að vera gargandi snilld, veðrið algjör draumur dag eftir dag.

Annað kvöld mætast svo KR og Valur í bikarkeppninni í Frostaskjóli. Ekki læt ég mig nú vanta þangað, hef nú ekki verið þekkt fyrir það hingað til. :o) Áfram Valur!