06 janúar 2006

Já það er fjör.... Það er ekki laust við að geðið hafi verið heldur dapurt í ársbyrjun, en, lof sé Guði, nú er þetta allt á uppleið. Nóg að sýsla bæði í vinnu og heima. Það er hreint með ólíkindum hvað getur rignt í þessu landi, hér lemur rigningin á glugganum hjá mér og það er alltaf jafn notalegt að sitja heima með kertaljósið og hlusta á veðrið. Ekki er síðra að fara í pollagallann og fá sér hressandi göngutúr í slíku veðri. Við fórum í okkar daglegu göngu í kvöld, ég og hundurinn, og þegar ég kom til baka fékk ég þau ummæli að ég væri eins og hverfisvillingurinn í þessari múnderingu. Hverfisvillingurinn? Þá kemur upp í huga minn að það var villingur í öllum hverfum sem ég hef búið í á ævinni, það er ekki spurning. En í minningunni var hins vegar aldrei rigning. Hvað er það? Eternal sunshine... Snjór og allt mögulegt, en aldrei rigning. Ég hef aldrei séð hverfisvilling í pollagalla.