27 nóvember 2005

Fólk, það er það sem þetta snýst allt um. Maður hittir þó ótrúlega margt fólk sem hreinlega áttar sig ekkert á því. Dagurinn í gær fór allur í fólk hjá mér, það er ekkert eins gefandi og skemmtilegt. Ég fór með hóp af starfsfólki í Bláa lónið að borða góðan mat og hlusta síðan á Jóhann Inga í nokkra klukkutíma þar sem hann beitti öllum sínum töfrum og heillaði hópinn allan upp úr sokkunum! Maðurinn er auðvitað ekkert annað en predikari, hann hefur náðargjöf sem nýtist honum í sínu starfi sem Peppari Íslands. Ef einhvern vantar pepp þá er hringt í hann. Ef íþróttalandsliðin vantar pepp þá er hringt í hann. Ef starfshópar fyrirtækja vilja pepp þá er hringt í hann. Ef keppendur í Idol stjörnuleit vantar pepp þá er hringt í hann. Af hverju? Maðurinn er einstakur í sínu starfi, við höfum ekki komið upp með annan eins. Við áttum sem sagt alveg stórskemmtilegan og uppörvandi dag.
Eftir það skrapp ég svo með kunningjakonu minni og vini hennar í athyglisvert samkvæmi, engin smáatriði gefin upp hér en kvöldinu var sem sagt eytt í mjög góðum félagsskap.
Nú þarf ég að skreppa í vinnuna, þar er meiningin að breyta svolítið í dag. Spennandi verkefni, svo á morgun verður aðeins meira fært til. Í kvöld er svo samverustund í Fíh salnum kl 20, erfitt að missa af því.

17 nóvember 2005

Nú er orðið hlýtt úti, svo heyrist mér það eigi að snjóa á sunnudaginn. Það væri bara gargandi snilld, það er svoooo dimmt á þessum tíma þegar enginn snjór er. Ég sé varla til á göngu minni um hverfið, eins gott að ég hef hundinn minn til að leiða mig!
Það eru miklar annir hjá okkur í póstinum, en það er auðvitað bara gaman. Mikil blessun að hafa góð verkefni til að sinna, á morgun er okkar árlegi jólafundur. Þar förum við yfir hernaðaráætlun okkar fyrir vertíðina sem er framundan. Næsta vika fer svo í að ráða jólastarfsmenn, ég þarf að draga inn rúmlega 50 manns í viðbót við þá sem þegar eru. Good times!

10 nóvember 2005

Hvað er með þennan bloggara hér? Það bara gerist ekkert vikum saman, skömm er að þessu! Það er skemmst frá honum (bloggaranum) að segja, að hann er mjög upptekinn í vinnu þessa dagana, áður en við getum sagt supercalafragialisticexpialadocius verða jólin komin og allt þetta írafár yfirstaðið. Það þýðir í stuttu máli fyrir bloggarann hér, að nú er spýtt í lófana og ráðið inn jólafólk í póstflokkun. Ég ræð ca 80 jólastarfsmenn svo ef þið vitið um einhvern sem getur komið og lagt málinu lið hafið endilega samband við mig, hjá Íslandspósti í síma 580-1230 ef þið hafið ekki mitt prívat númer...
Nú er best að skella sér í hádegismat, later people..