17 október 2005

Það verður kyrrðarstund í Fríkirkjunni á fimmtudagskvöldið þar sem Gospelkór Rvíkur mun syngja einhver lög. Yfirskrift kvöldsins er held ég "bæn gegn böli," held það verði beðið gegn eiturlyfjabölinu. Ekki veitir af.
Ég fór á samkomuna í Fíh salnum í gærkvöldi, þar sem Halldór Nikulás, a.k.a. Nick fór á kostum að venju. Nú verða bara allir að fara að kíkja þangað því sjón er sögu ríkari.
Annað must þessa dagana er búsáhaldaútsala Lindarinnar á Mýrargötu á laugardaginn. Ég fór síðasta laugardag með Árný og keypti voða fínar súpuskálar og fleira, það er mjög gaman að skoða þetta. Svo skaðar ekki að styrkja Lindina um leið...

15 október 2005

Er fólk ekki orðið spennt fyrir því að koma á lifandi samkomur? Hvernig væri þá að skella sér á eina slíka í FÍH salnum í Rauðagerði á sunnudagskvöld? Þær eru öll sunnudagskvöld kl 20 og nú ætti allir sem vettlingi geta valdið að kíkja þangað. Það er kominn tími til að lyfta okkur aðeins upp úr ládeyðunni sem hér hefur ríkt undanfarin ár.
Svo mætti bæta því hér við að það verður kyrrðarstund í Fríkirkjunni í Rvík á fimmtudagskvöldið, þar verður "bæn gegn böli," ekki veit ég mikið meira um það en Gospelkór Rvíkur verður þar meðal annarra og syngur nokkur lög. Ekki úr vegi að þramma bara þangað líka? What say you??

06 október 2005

Ok, ég játa það bara, ég er ekki dugleg að blogga. Kannski hef ég bara ekki meira að segja? Jú jú, nóg get ég talað! Sennilega tala ég svo mikið að ég er alveg orðin tóm á kvöldin. Very likely.
Annars er ekki margt í gangi annað en að vinna, og vinna meira þessa dagana. Vinnudagurinn hefur undanfarið verið ca 10 tímar, stundum 12. Én í gær horfði ég á eina tengdadóttur mína spila handboltaleik við Íslandsmeistara Hauka. Leikurinn var skemmtilegur, alltaf gaman að horfa á kvennahandbolta. Erna tengdadóttir stóð sig líka vel, þær hefðu alveg getað unnið þennan leik ef þær hefðu haft markmanninn sinn, sem lá veik heima. Oh well, kemur!
Jóel nýgifti og hans ektafrú fundu íbúð í kvöld sem þau festu sér á leigu, þau flytja þá 1.nóvember. Það var skiljanlega mikil gleði og hamingja með það, íbúðin ku enda gríðarlega fín og stór og þau eru að springa af tilhlökkun. Héðan fá þau eintómar hamingjuóskir á þessum skemmtilega tíma í lífi sínu.
Jæja, set bara punktinn hér, later people!
P.s. Guðrún Helga, hvernig gengur í nýju vinnunni?